BÆKUR!!!
eru mitt uppáhald... samt er ég alls ekki nógu dugleg að lesa. Núna eru þrjár bækur á náttborðinu mínu: The pilot´s wife, A man and a boy og Dauðarósir. Ég er alltaf með svo marga í takinu he he.... Ég hef vægast sagt orðið fyrir miklum vonbrigðum með m&b og kemst ekki uppúr 4. kafla. Dauðarósir klikka ekki og ég er orðin þokkalega spennt. Ég bíð líka spennt eftir að komast í Röddina en Arnaldur Indriðason er fínn spennubókahöfundur. Erlingur og Sigurður Óli eru bara orðnir heimilisvinir. Ég er ekki byrjuð á The pilot´s wife en hún á víst að vera eðall.... einhver kelling sem að uppgötvar 2-falt líf eiginmanns síns sem að ég held að drepist á fyrstu bls.??? Hljómar soldið ástarsögulegt en ég ætla að gefa þessu sjéns.... enda mjög ábyrgur meðmælandi með henni þessari.
Núna ligg ég líka flöt yfir Kastljósinu og öllum þeim þáttum og reyni að finna bókmenntagagnrýni í öllum hornum. Mig langar að lesa svooooooo margar bækur sem að koma út núna um jólin. Ekki það að ég stóli alfarið á bókmenntagagnrýni (oft tómt kjaaaaftæði) en finnst bara gaman að umfjölluninni.
Ég hvet ykkur því mínir kæru vinir að lesa sem mest um jólin og þegar að ég er komin með komment inn á þessa amatör síðu mína þá megiði mæla með og benda mér á bækur ;-)
Efnisorð: Tónlist og bækur
<< Home