VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.12.02

HELGIN var frábær..... Föstudagskvöldið endaði með kokteil hér í Sigtúni.... fullt af kellum (+3 karlmenn) gæddu sér á ljúffengum veitingum og veigum. Það er allaveganna klárt að þjónustufulltrúa-stéttin er kvennastétt. Við Inga stungum svo af niðrá Vínbar, klassastaður. Laugardagurinn var hins vegar YNDISLEGUR!!! Við Diljá jóluðumst allan daginn... fórum og versluðum massa mikið af dóti og buddan varð dáldið léttari og fórum svo heim að föndra, drukkum jólaöl og borðuðum mandarínur... svo um kvöldið fórum við Eikibro út að borða. Hvað er keisið??? Allir þjónarnir héldu að EIríkur hefði pantað beikonborgarann og ég lasagnia!!!! Ég er móðguð.. eru ekki enn til gellur sem borða hamborgara eða??? Svo voru það Kryddlegin hjörtu.. massa fín sýning og maður bara hefur ekki séð flottari leikmynd, takk Diljá og þúsund kossar. Enduðum svo á Hverfisbarnum og skemmtum okkur þokkalega í the zone..... :o) (ha Eikibro hvað meinarðu eiginlega????)
Sunnudagurinn var svo klassi með videoglápi og sunnudagsmat hjá m+p ;-)
GERI AÐRIR BETUR...............

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com