VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.3.07

Ég elska svissneskt súkkulaði

Nú er ný önn hafin. 1. vika af sjö og nýir kúrsar. Kúrsarnir eru kenndir af karlmönnum eða allir nema einn. Stráði hóf leikinn og sannkallaður brjóstahristingur varð í kennslustofunni þegar að hann gekk inn, nú Elín Blö tók við næsta dag og kenndi okkur stjórnsýslurétt af nákvæmni og röggsemi og sá þriðji sem að rak nefið inn var Brynjar Níelsson eða "verjandinn". Þá hristust brjóstin hennar Jónínu, veit ekki með önnur. Sigurður Líndal sá gamli góði lögspekingur kennir okkur svo réttarsögu. Honum tókst að villast nokkrum sinnum. (Ps. ég elska þig Jónína þótt þú sért kommi. )

Ég fer í bæinn um helgina. Við Einar getum ekki látið bílinn vera og ætlum að vera í honum stanslaust alla daga fram á vor. Við ætlum samt að passa íbúð Marínar og Eiríks um helgina þar sem að þau eru í Boston. Það þýðir að bíllinn stendur tómur fyrir utan. Ég kvíði mest að passa kettina en einn þeirra vill víst sofa upp í og ég er ekki að meika þá tilhugsun. Bara hreinlega ekki. Annars þarf ég að lesa um helgina!! Fer í sjúkrapróf á þriðjudaginn í skaðabótarétti og er það hreinn stórkostlegur bömmer. Ég kalla það tæknileg baunavandræði. Annars verð ég grasekkja frá sunnudegi til miðvikudags þar sem að Einar ætlar til Vínar í vinnuferð. Hann fær lista yfir hluti til að kaupa handa mér, það er á hreinu.

Við Birna elduðum kjúkling eftir uppskrift úr þætti hjá Rachel Ray. Hann var ferlega góður. Svonan sítrónukjúklingur með kúskús.

Kjúklingabringur eða lundir skornar í bita
Þeim er velt upp úr hveiti
Steiktar upp úr ólívuolíu á pönnu
Sítrónubörkur rifinn ofaní
Hvítlaukur rifinn ofaní
Mikill pipar
Salt
Kreistur sítrónusafi
Kjúklingasoð sett út á pönnuna
Hægt að nota meira krydd

Kjúklingasoð sett í skál
Kús kús sett ofaní
(Valmúahnetur)

En annars þá langar mig að kynna ykkur fyrir súkkulaðibauninni.

Voila, made in Switzerland!

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com