VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.3.07

Sniðug kona


Mér fannst hún ansvíti sniðug veitingahúsakonan frá Iðnó sem að kom í fréttunum í gær og kvartaði sáran yfir háum reikningi sem að hún fékk frá Nýherja. Hún sagði að einungis hefði þurft að breyta vsk-takkanum á afgreiðslukassanum úr 14%-7% og það hefði kostað 30 þús kall og aðeins tekið um 15 mín!
En sko mína, hún fór bara með þetta í fréttirnar og fékk ókeypis auglýsingu þ.e. Iðnó er búið að lækka verðið hjá sér og svo notaði hún tækifærið og auglýsti góða fundaraðstöðu.
Svo hef ég núna líka bloggað um þetta svo hún er að fá mikið fyrir 30 þús kallinn!!
Jamm sniðug kona.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com