VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

20.9.05

Komin til Luneburg!!!!!
Við höfum núna verið rúma viku í Luneburg og mikið rosalega er gaman. Bærinn er mjög fallegur en í honum búa um 70 þús manns. Enn sem komið er höngum við mestmegnis með öðrum skiptinemum en það breytist kannski þegar að við byrjum í skólanum. Núna erum við hins vegar bara í þýskunámi frá 10-13 á daginn svo það er nægur tími til að gera ýmislegt annað. Við fengum dáldið mismunandi húsnæði. Ég bý í 15 mín göngufjarlægð frá Am sande sem að er aðaltorgið hérna í Luneburg. Ég bý inn á yndislegri konu sem að á 2 dætur og svo býr einn skiptinemi frá Englandi með okkur líka en hún heitir Victoria. Ég fékk þakherbergi og þar er alltaf HLYTT en það er sko ekki gefið hér í Germany að hitinn sé á!! Bjarki býr t.d. í miðbænum með þýskum nemendum en þar er hitinn ekki settur á og Bjarki greyið er að drepast úr kulda!! Íbúðin hans er samt brillant staðsett og stutt að fara á allar knæpurnar. Ömmi býr í minnsta herberginu, í íbúð með 2 þýskum stelpum rétt hjá skólanum. Það er því mjög stutt fyrir hann að fara í skólann!!!
Hér er vel tekið á móti skiptinemum og rosa prógram fyrir okkur. Það hefur því verið nóg að gera hjá okkur. Við vorum boðin velkomin með morgunverði þar sem að það voru teknar af okkur myndir og við kynnt. Við aularnir frá Íslandi stóðum náttla upp þegar að Eistland var kallað upp!!! Þjóðverjar segja Eistland eins og Ísland svo við stóðum upp og Bjarki kallaði douce point!!! he he... smá Eurovisionstemmari tekinn á þetta. Nú svo höfum við náttla farið á fjöldann allan af knæpum, á októberfest, eldað saman og í kvöld förum við í keilu. Þá skal fólk nú fá að sjá hvað ég er gegt góð í keilu!!! En allaveganna þá er frábært hérna og ég blogga meira soon!!
Hér eru nokkrar myndir
Party og pöbbarölt
Októberfest

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com