VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.8.05


Ég trúi því varla að ég sé að fara út eftir 1 viku! Verst við þessa ferð mína er sú staðreynd að ég mun líklegast missa af fæðingu frumburðar Eiríks og Marínar :-( það er ömurlegt … þetta er fyrsta barnabarnið í fjölskyldurnar tvær og glatað að geta ekki verið viðstödd. Ég verð því að fylgjas með barninu í gegnum netið til jóla en þá fæ ég að knúsa það rækilega, úff hvað ég hlakka til þess.
En allaveganna á þessari einu viku , nota bene 7 dögum!!! þarf ég að gera ansi margt. Ég þarf að tæma og þrífa H-57, klára að pakka, ljúka öllum mínum málum hérna í vinnunni, fara út að borða bæði á föstudagskv og laugardagskv, taka til í bílskúrnum hjá m+p og maaaaaaaaaaaargt fleira. Það er bara vonandi að vikan endist í þetta allt saman. Það verður eflaust furðulega tilfinning að sitja í vélinni og vera lögð af stað.

Ég keypti mér ferðabók um Róm í gær og lagðist upp í sofa uppfull af kvefi og með hálsbólgu og las mér til um sögu Rómar og það sem að væri markverðast að sjá. Merkilegt hvað ég hef gleymt allt of miklu af sögu Rómar frá því í menntó en borgin og Rómarveldi var lengi inn á aðaláhugasviði mínu. Ég held að það sé best, þegar að við komum til Rómar, að velja 3-4 hluti/staði sem að við ætlum að skoða. Það er náttúrulega gífurlegt úrval fornminja og bygginga sem áhugavert væri að sjá. Ég sé það samt í hendi mér að þetta verði ekki eina ferð mín til Rómar svo það er ekki öll nótt úti þótt að ég sjái ekki ALLT sem er í boði. Ég er ennþá að ákveða hvað ég eigi að sjá. Sistínska kapellan er náttla must og Péturskirkjan. Hótelið okkar er rétt hjá Spænsku tröppunum og svo er það náttla Colosseum og Pantheon. Svo er það ströndin… verðum fara á hana líka… Ég eila trúi því ekki að ég hafi aldrei komið til Rómar… því ég elska Ítalíu og finnst oft eins og ég hafi búið þar áður. Kannski að mar hafi verið Rómverji í fyrra lífi… who knows ?

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com