VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.11.06

Daglegt líf

Lífið gengur sinn vanagang þessa dagana. Mér gekk vel í prófunum og er núna að byrja í nýjum kúrsum. Fór til dæmis í fyrsta tímann minn í Alþjóða skattarétti í dag. Fyrirlesarinn var mjög fínn en ég veit ekki alveg með efnið. Virkar svona frekar strembið og þurrt á mig.
Nú fyrsti tíminn í stjórnskipun II er í fyrramálið og inn á milli tíma skrifa ég ritgerðir. Ég er með tvær ritgerðir í vinnslu og fjallar önnur þeirra um hvort að fóstureyðingar séu réttlætanlegar (réttarheimspeki) og hin um hæfi dómara.(einkamálaréttarfar)
Svo fer ég í yoga og reyni líka að drulla mér í ræktina from time to time. Stefnan er sett á hlaupabrettið í fyrramálið. Við sjáum hvað setur. Ég hlakka mikið til afmælisdagsins míns en þá fer ég með nokkrum vinkonum á tónleika með Sykurmolunum og út að borða. Þemað verður asískt. Nú svo eru 16 dagar í það að ég fljúgi til London. Þar ætla ég að gista yfir nótt á leið minni til Lisabonn. Í London hitti ég Ingu og í Lisabonn Einar. Spennandi ekki satt?
Jæja ætla að skella hitapoka á bakið mitt og horfa á einn Veronica Mars þátt. Er ekki alveg nógu góð í bakinu eftir útafaksturinn um daginn :( Ég læt svo eina mynd af uppáhaldinu mínu fylgja með hérna til vinstri. Myndina hef ég kosið að kalla "Kæfustrákurinn" :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com