VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.11.06

París
er borgin þar sem að tíminn stendur í stað.
Á hverju götuhorni fangar þú anda liðinna tíma.
Yfir borginni svífur rómantík sem að engin orð fá lýst.

París
er borgin sem að hverfur í skýin.
Á meðan þú týnist í hliðargötum uppfullum af menningu.
Yfir borginni svífur ilmandi matarlykt.

París
er borgin sem að lætur þig gleyma.
Á brúnum yfir Signu ómar djazz.
Yfir borginni er samt ólýsanleg kyrrð.

París
er borgin sem að fær þig til að muna.
Hverfi uppfull af skemmtilegu fólki.
Yfir borginni gnæfir Eiffel-turninn í öllu sínu veldi.

París
er borgin sem að fær þig til að elska.
Um strætin leiðast ástfangin pör.
Yfir borginni heldur Mona Lisa verndarhendi.

París
er borgin þar sem að tíminn stendur í stað.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com