VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.8.05

Garden-partý

Í gær fór ég í 60 ára afmæli, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að það var einstaklega gaman. Haraldur föðurbróðir minn átti afmæli og í tilefni dagsins var tjaldi slegið upp út í garði, hljómsveit kom sér fyrir í tjaldinu og spilaði undir fjöldasöng og dansi. Pabbi var veislustjóri og ræðurnar voru voðalega skemmtilegar. Þarna var fjöldi fyrirmenna t.d. kom Davíð Oddsson en mér fannst gott að sjá að hann leit vel út. Maður hefur lítið séð til hans undanfarið í sjónvarpinu en ég verð nú að segja að ég er farin að sakna hans úr umræðunni. Veitingarnar voru rosalega góðar og vel veitt af víni. Ég drakk nokkur hvítvínsglös og verð æ hrifnari af þeim drykk á kostnað bjórs og rauðvíns. Ég er sem sagt að verða harður stuðningsmaður hvítvíns :-) Mér fannst þetta garden-partý einstaklega velheppnað þá sjaldan að maður lyftir sér upp hí hí :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com