VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.12.05





Jólamarkaðurinn í Hamburg
Sl. föstudag fórum við Lindsey og Tori til Hamburgar að versla jólagjafir. Við röltum á milli búða og náðum að versla ónauðsynjar sem og eitthvað í jólapakkann handa vinum og vandamönnum. Ég hreinlega elska stemmninguna því það var ekki svo mikið af fólki og alls staðar hljómuðu jólalög. Örþreyttar settumst við svo niður á kaffihús og keyptum okkur heitt kakó og með því og kjöftuðum um heima og geima. Áður en að heim var haldið fórum við á jólamarkaðinn fyrir framan ráðhúsið. Hann er rosalega flottur en þá var klukkan reyndar orðin 17 og markaðurinn því troðinn af fólki sem að var á leið heim úr vinnu. Þarna kenndi ýmissa grasa, mikið af hangerðum trémunum, ilmkertum, jólaskrauti, mat, drykkjum. Við þurftum að bíða í röð til að komast inn í vinsælustu búðina en hún selur rosalega flott jólaskraut. Í röðinni þurftum við að berjast fyrir stöðu okkar en gamlar þýskar kerlingar eru rosalegar þegar að það kemur að því að bíða í röð. Þær bara hreinlega geta það ekki! Virðist hafa dottið úr genamengjum þeirra og annarri eins frekju hef ég aldrei kynnst. Við komumst þó á endanum inn í búðina, bara til þess eins að troðast aðeins meira he he he... svo tókum við lestina heim og á lestarstöðinni biðu Bjarki og Ömmi eftir okkur á nýja bílnum hans Bjarka. Hann keypti sér nefninlega Audi á dögunum og er búinn að fá hann í hendurnar. Okkur leið því eins og lúxusdrottningum í aftursætinu þar sem að við brunuðum í gegnum Luneburg!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com