VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.12.05

Pirraða ég og jóla ég

Ég get stundum orðið alveg geðveik á þessum Þjóðverjum. Þeir bara klessa á mann út á götu og biðjast ekki afsökunar eða neitt. Mjög spes að mér finnst! Nú svo æsa þeir sig mikið ef að þú t.d. gengur á hjólabrautinni, jafnvel þótt það sé nóg pláss þá hringja þeir hjólabjöllunni og ybba sig. Þessu er eins farið með bílana og þeir flauta á þig ef að þú rétt snertir götuna! Æ bara spes... t.d. þá stóðum við Tori í mestu makindum á lestarstöðinni í Lubeck um daginn. Nú þá kemur einhver karl og byrjar heldur betur að æsa sig af því að við stæðum ekki á “réttum” stað. Við blokkeruðum, að hans mati, ákveðinn lyftuinngang. Lyftuinngangurinn er svona 1,5 – 2 metrar að breidd og ekki getum við stöllur nú talist feitar..... ekki sjens að fólk hafi ekki komist þarna framhjá... enda myndum við að sjálfsögðu færa okkur ef að einhver gerði sig líklegan til þess að taka lyftuna! Æ bara allskonar svona smáatriði fara í taugarnar á mér. Til hvers að gera vesen út af einhverju sem að skiptir ekki einu einasta máli. Karlinn þarna á lestarstöðinni var ekki einu sinni að fara að taka lyftuna sjálfur en þurfti náttúrulega endilega að röfla yfir því.

En annars yfir í annað.... miðbærinn er orðinn svooooo jólalegur, allar göturnar svo jólalegar. Þjóðverjar kunna sko að skreyta og mér finnst miklu jólalegra hér en heima. Allt í rómantísku, notalegu, gamaldags jólaskrauti og jólamarkaðurinn á Am Markt er yndislegur. Þar geturðu rölt á milli bása og fengið þér crepes og heitt jólavín, bradwurst (auðvitað), keypt alls konar heimagert dót og fengið jólaandann beint í æð. Allir klæða sig vel því það er kalt úti, allir með rauð nef og jólabros. Svo geturðu gengið aðalverslunargötuna frá Am Markt yfir á Am Sande. Þar eru tónlistarmenn og sölubásar, sem að eru svona bjálkabásar, yfirfullir af góðgæti. Jólatréð er komið upp á Am Sande og fallegustu húsin eru upplýst. Ég hef aldrei verið í eins miklu jólalandi og það segi ég satt...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com