VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.12.05

Stekkjastaur er á leiðinni

Núna ligg ég upp í rúmi og horfi á stjörnurnar út um þakgluggann minn. Ég sé samt ekki tunglið og pinku leið yfir því þar sem að mér finnst það svo seiðandi, get alveg horft á það ENDALAUST. Ég sakna Norðurljósanna núna. Allaveganna þá er ég eila smá að bíða eftir Stekkjastaur. Ég er með skóinn út í glugga og allt!! Hann hlýtur að sjá sér fært um að skreppa í Volgarshall 84 í Luneburg. Á meðan að ég bíð eftir sveinka, við kertaljós, hlusta ég á James Blunt og surfa á netinu. Ég á náttla að vera farin að sofa en ég er einhvern veginn glaðvakandi. Næsta vika verður alveg crazy, 1 próf og 2 kynningar, kveðjudjamm og allt að gerast. Ég trúi ekki að þetta sé síðasta vikan mín hérna. Svo skrýtið hvernig tíminn flýgur. Jæja, ætla að halda áfram að surfa smá á netinu og fara svo að sofa... jamm það er ráð held ég... annars dreymdi mig bleikan fíl í nótt! Einhver með draumráðningar á hreinu?? og já mig dreymdi tannþráð líka??? ps. vonandi fæ ég ekki kartöflu í skóinn... æ annars baka ég hana bara og skelli í hana sýrðum rjóma... alveg bestast í heimi!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com