VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.11.05

Pinkulítil.....

Jæja þá er það opinbert... ég hef lækkað um heila 2 cm í Þýskalandi. Ætli aukinni bjórdrykkju sé um að kenna? Ja, ekki veit ég það, en það er staðreynd að mælistikan í H&M mælir mig 2 cm lægri en ég var mæld á löggustöðinni í Rvk. þegar að ég fékk mér nýjan passa á dögunum. Nú fyrst ber að líta á það hvort að Þjóðverjar séu eitthvað að spara sentimetrana eins og allt annað eða hvort að lögreglan í Reykjavík hafi verið að gera greyinu mér einhvern greiða. Ja allaveganna er H&M guð í mínum augum og sú dýrlega búð lýgur ekki. Ég verð því að sætta mig við að vera aðeins 156 cm að hæð. Nú þar sem að ég er nærri komin í dvergatölu hér í Germany og verð því miður að kveðja módeldrauma mína með tár á vanga er ekki úr vegi að kaupa sér fleiri háhælaða skó! Já finnst ykkur þetta ekki kalla á hærri hæla?? Ég bara spyr, oft er þörf en nú er nauðsyn!
En svona til að lina þetta mikla sjokk þá gúglaði ég nokkrar myndarlegar ”dvergvaxnar” konur og fann
Kylie Minogue sem er aðeins 1.52 cm á hæð (ég er alveg risi við hliðina á henni sko)
Cristina Ricci 1.55 cm
Reese Witherspoon sem er 1.57 cm
Dannii Minogue sem er 1.57 cm
Jennifer Love Hewitt 1.59 cm
Jessica Simpson 1.60 cm
Carmen Electra 1.60 cm
Lucy Liu 1.60 cm
Brittney Murphy 1.60 cm
Sarah Michelle Gellar 1.60 cm
Vanessa Paradis 1.60 cm
Natalie Portman 1.60 cm
Natalie Imbruglia 1.60 cm
Ætli þær hafi verið mældar í H&M eða á löggustöðinni?? Held að hópurinn sem að er 1.60 cm hafi rúnað sig upp... he he... þær eru svo helvíti margar !

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com