VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

8.11.06


Eitt haustið þá leið mér mjög illa. Sumarið hafði verið mér erfitt og þegar að ég byrjaði í skólanum að loknu sumarfríi þá var ég bara búin á því! Í stað þess að vera uppfull af orku og spenningi að hitta krakkana aftur þá var ég döpur og þreytt. Þegar að svona stendur á í lífi manns er gott að eiga góðar vinkonur. Á þessum tíma voru tvær þeirra mér mjög góðar, alveg hreint yndislegar. Þær eiga báðar afmæli í nóvember. Þær eru því sporðdrekar eins og ég. Þær heita Sigga Dóra og Sigrún. Í dag á einmitt Sigga Dóra afmæli og langar mig að óska henni til hamingju með það í þessum örpistli. Þetta haust sem að ég minntist á áðan, þá fórum við Sigga Dóra saman til Portúgal. Það er ógleymanleg ferð. Við eyddum viku saman, lágum á sundlaugarbakka, gengum meðfram ströndinni, átum góðan mat, spjölluðum um allt. Ég get fullvissað ykkur um það að þessi ferð bjargaði geðheilsu minni á þeim tímapunkti, enginn vafi á því. Við Sigga Dóra höfum verið duglegar að hittast í útlöndum sem og hér heima. Ég heimsótti Siggu Dóru t.d. til Barcelona þegar að hún bjó þar. Þar var ég hjá henni í 2 vikur og sá Barcelona í 1. skipti. Ég varð ástfangin af borginni og á margar góðar minningar þaðan. Ég átti eftir að fara oft til Barcelona og hitti þá Siggu Dóru þar meðan að hún bjó þar enn. Siggu Dóru er margt til lista lagt. Hún er ljósmyndari og hörkunámsmaður, svo er hún líka ástfangin. Í dag stundar hún nám við CBS í Köben og á eftir að rúlla því upp, engin spurning. Sigga Dóra er með duglegri manneskjum sem að ég þekki og svo er líka á hana treystandi... ekki amalegir kostir það. Stundum finnst mér voða erfitt að hún búi í Danmörku en ég held svei mér þá að ég hitti hana ekkert sjaldnar en ef að hún byggi hérna heima. Ég og Einar hittum hana og Klaus í haust. Það var frábært kvöld. Svo hitti ég Siggu Dóru og Sigrúnu yfir hvítvínsglasi í byrjun sept.. þá var nú kjaftað ;) Ég á svo margar minningar með Siggu Dóru og hlakka til að hitta hana næst.
Til hamingju með afmælið elsku Sigga Dóra... knús til Klaus... Þín Majapæja

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com