VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.1.07




Genf-Istanbul-Genf

Við Einar skelltum okkur til Istanbul um síðustu helgi! Já alltaf gaman að geta sagt það :) Við fórum á fimmtudegi og komum heim á mánudegi. Helgin var vægast sagt framandi og skemmtileg. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér menningarmuninn og þó á Istanbul að vera vestræn. Istanbul er rosalega falleg og líka ógeðslega ljót. Hún stendur á 7 hæðum og er í tveimur heimsálfum þ.e. Evrópu og Asíu. Ég steig því fæti mínum á asíska grund í 1. skipti í þessari ferð. Maturinn var góður og ég féll algjörlega fyrir tyrknesku brauði með fyllingum... Tyrkir eru snillingar í að baka brauð!! Svo prófuðum við náttúrulega tyrkneskan kebab og Baklava sem að er tyrkneskur eftirréttur. Við ferðuðumst um borgina, fórum á Grand Bazar, sáum Bláu moskuna og fleiri moskur, fórum í sumarhöll soldánsins, fórum á magadans-show, í tyrkneskt bað og á söfn. Lokakvöldið fórum við út að borða upp í einum elsta turni Evrópu með útsýni yfir alla Istanbul.. ekkert smá æðislegt. Það skrýtnasta og um leið eitt magnaðasta við ferðina var þegar að allar 2850 moskurnar í Istanbul "sungu" upp úr kóraninum á sama tíma og fólk lagðist á mottur til að biðja... alveg ótrúlegt!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com