Hafiði séð fallegri stúlku? Nei ég hélt ekki. Allaveganna er þetta fallegasta stelpa sem að ég veit um, bæði að innan og utan. (nema kannski þegar að hún hlær að mér þegar að ég dett eða geri mig að fífli!!) Ég hef þekkt hana frá því að hún fæddist eða frá þeim herrans degi 18. desember 1984.. svo já það eru komin 22 ár núna! Vá hvað tíminn flýgur.
Frá því að Katrín fæddist var ég ólm í að passa hana. Það var nú samt ekki alltaf auðvelt þar sem að hún var ekki skaplaus barnið en hún var mesta rassgat sem að ég hafði kynnst og aaalgjör dúlla. Mér fannst ekkert leiðinlegt að þykjast vera mamma hennar og skipta á henni og labba með hana í vagninum, fara með hana í Kringluna og dekra við hana. Það er eiginlega hægt að segja að ég hafi verið með hana í eftirdragi lengi lengi og ég man þegar að ég var spurð að því hvernig ég nennti eiginlega að hanga alltaf með liltu systur!!! Mér fannst það bara alveg stórfurðuleg spurning, ég meina af hverju ætti ég ekki að nenna því???
Svo einn daginn var hún orðin að gullfallegri ungri "konu"... ég kann varla við að segja kona því hún er soddans stelpa. Ég man þegar að ég fattaði allt í einu hvað ég ætti rooooosalega fallega systur og trausta vinkonu. Við erum mjög samrýmdar og heyrumst daglega ef ekki oft á dag og ég gæti ekki hugsað mér lífið án hennar (nema þegar að hún hlær að mér þegar að ég meiði mig eða geri mistök). Stundum finnst mér hún líka obbosslega frek við mig og oft finnst mér ég gefa eftir en ætli við séum ekki frekar við hvora aðra....
Katrín er draumadrottning, það vita flestir sem að þekkja hana. Hún er yngsta barn foreldra minna svo hún er líka svolítil dekurdrós.. hún er samt ekki dramadrottning (eitthvað annað barn foreldra minna sem að getur kallast dd) en hún er líka klár, ljúf og fyndin. Við erum með nákvæmlega sama húmorinn og skellum oft allsvaðalega uppúr yfir einhverju sem að flestum þætti ekki fyndið hehehe... við erum líka alveg jafnvitlausar þegar að við fáum okkur í tánna og getum mikið hlegið af nokkrum "ölstofusögum" as in trompetsystur og glúmsævintýrið!!
Ég vona svo sannarlega að næsta ár verði henni Katrínu gott og heillaríkt. Hún á það svo skilið. Ég veit að afmælisdagurinn hennar verður ekki sá skemmtilegasti en ég vona að hann verði eins skemmtilegur og hægt er!! Til hamingju elsku litla systir mín.. lovjú miklu meira en allt
Efnisorð: Afmælisbarn dagsins
<< Home