VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.3.07

Af hinu og þessu...

Það gekk vel að passa kettina um helgina og þeir voru bara algjörar dúllur. Stjarna fékk meira að segja að kúra hjá mér ;) Svo datt ég heldur betur í lukkupottinn af því að Marín er áskrifandi af öllum blöðum í heiminum svo ég gat t.d. sökkt mér í Marie Claire og Nýtt líf langt aftur í tímann. Því miður þurfti ég að skipta yfir í skaðabótaréttinn fljótlega en ég fór í sjúkrapróf í morgun og gekk ágætlega.
Ég dró Einar með mér í Tvö líf sem selur óléttuföt. Þar bættist enn við baunaskattinn og fjárfest í einu stykki buxum. Í næsta mátunarklefa við mig var stelpa að máta sem að passaði ekki í neitt enda pissaði hún á prufuna fyrir korteri og var þvengmjó í þokkabót. Ég heyrði svo afgreiðslukonuna segja vandræðalega við hana eftir að stelpan hafði mátað hálfa búðina " viltu ekki bara koma seinna þegar að það er farið að sjást aðeins á þér?"
Einar drakk kaffi á meðan að ég mátaði og las blöð. Hann var nú heldur óhress með blaðaúrvalið sem að samanstóð aðallega af Vikunni og Fyrstu skrefunum. Honum fannst nærtækara að hafa Moggann þarna og einhver bílablöð eða eitthvað svona sem að strákar nenntu að lesa þar sem að það væri víst örugglega karlpeningurinn sem að léti sér leiðast þarna í sófahorninu, kannski eitthvað til í því?
Annars var sól í Norðurárdalnum í dag og ekki leiðinlegt að bruna uppeftir á nýja kagganum.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com