VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.3.07

Allt er best í hófi

Ég hef nú alveg farið í þá nokkra megrunarkúrana. Sumir hafa virkað tímabundið, aðrir ekki. Ég get nú ekki bent á neinn einn kúr og hrópað húrra fyrir honum. Ég hef skorið niður kolvetni, étið grænmeti daginn út og daginn inn, borðað lítið sem ekkert eftir klukkan 19, farið í nammibindindi, hætt að borða smjör, sósur and you name it! Ég hef misst kíló og fundið þau aftur, liðið betur og liðið verr. Síðastliðin 2-3 ár hef ég hins vegar ekki farið í neinn megrunarkúr. Stundum fæ ég allskonar sniðugar hugmyndir um detox og að skera hitt og þetta út úr mataræðinu. En sem betur fer kemst ég alltaf niður á jörðina aftur, því þetta hentar mér ekki. Ég held að málið sé að þekkja líkama sinn, hvað hann þolir og hvað hentar honum. Sumum hentar að skera ýmislegt burt, öðrum ekki. Minn líkami virðist þola flestan mat (samt ekki pepperoni)... bara í hófi. Og það er þetta “í hófi” sem að ég þarf að taka masterspróf í. Ég er sem sagt hérna komin á gamals aldur og er á MÓTI megrunarkúrum!! Það virkar best fyrir mig að borða grænmeti, ávexti, gróft korn, kjöt, fisk, kjúkling, skyr, fjörmjólk og aðra hollustu. Svo er líka allt í lagi að taka sukk öðru hvoru... bara í hófi!!
ps. muna líka að hreyfa á sér rass****!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com