VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.3.07

Helgarpistill 1og2 og bókagagnrýni (spes f. Önnu Guðmundu)

Ég er svo sniðug og nýtin að ég ætla að sameina helgarpistla síðustu helgar og komandi helgar!
Sl. helgi var hin fínasta. Einkenndist mest af rólegheitum og kósýleika. Föstudagskvöldinu var eytt hjá tengdó (matarboð!), laugardagskv. var svokallað skússukvöld heima hjá Sigrúnu en þar vorum við Katrín í góðu yfirlæti (matarboð!)og sunndagskv. var eytt með famelíunni (matarboð!) og svo var sleepover í Sæviðarsundi hjá Tótlunni þar sem að mikið var rætt um ákveðin mál.
Næsta helgi verður óspennandi = legið yfir skólabókum = hún verður ekkert lík sl. helgi = engin kósýheit = frekar boring!

Svo virðist sem að skaðabótaréttur sé að yfirtaka líf mitt þessa dagana. Við erum í maraþontímum hálfu dagana og svo hef ég verið að lesa hann upp þess á milli. Ég er þannig einkum að lesa Skaðabótarétt e. Viðar Má Matthíasson og er sú bók rituð með miklum ágætum. Viðar kallinn er skýr, það verður ekki frá honum tekið, og hefur hann gott vald á íslenskri tungu (dahh) Svo gerir hann frásögninga líflega með fjölmörgum dómum sem snúa að hinum ýmsu atriðum........ (ég er sko ekki að djóka) Störnur *** :o) ps. ég djóka aldrei með skaðabótarétt hehe

Að lokum læt ég fylgja með eina mynd af Tuma en hann stækkar svo hratt að hann biður um bílinn e. korter!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com