VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

15.5.05

Dagar 2-4 12.-14. maí

Árósar komu mér skemmtilega á óvart. Árósar eru önnur stærsta borgin í Danmörku og þar búa um 250.000 manns. Hún er mjög sjarmerandi, allaveganna miðbærinn þar sem að ég sprangaði um í þennan stutta tíma sem að ég dvaldi þarna. Íbúðin hennar Diljár er í miðbænum svo það er stutt í allar áttir. Sólin skein allan tímann meðan að ég var þarna svo göturnar voru fullar af fólki sem nutu þess að sleikja sólina. Stemmningin á "Strikinu" minnti mig pínulítið á Barcelona en þar spiluðu listamenn á hljóðfæri og sungu og enn aðrir léku listir sínar. Útikaffihúsin voru þéttsetin og súkkulaðisætir Danir brostu út í annað.

Ég og Diljá gerðum margt skemmtilegt í Árósum t.d.
-héldum við Sushi-party í stóra flotta eldhúsinu hennar Diljár
-í Sushi-partyinu voru 12 manns, misflinkir að gera sushi
-fórum á gott djamm
-sumir mundu ekki neitt
-tókum myndaseríu af okkur á götum Árósar
-some didn´t get the guy that they wanted
-fórum á yndislegan veitingastað, Latin, og borðuðum okkur pakksaddar
-settumst á kaffihús og sötruðum bjór
-fórum í tyrkneskt spa
-skoðuðum skólann hennar Diljár
-fórum í búðir
-sleiktum sólina

Tíminn leið fljótt og áður en ég vissi af var kominn laugardagur. Þá tók ég lestina aftur til Köben. Lestarferðin var ekki eins ánægjuleg og sú til Árósa. Ungt par settist við hliðina á mér og þau voru vægast sagt mjööög pirrandi (eða aðallega stelpan) Hún gat ekki verið kyrr!!! var alltaf að klóra sér og vesenast í kærastanum sínum (sem var bæðevei mjög pirraður á henni líka þar sem að hann var að reyna að lesa) en ég komst klakklaust á leiðarenda. Á lestarstöðinni tóku Marín og Eiríkur á móti mér. Eiríkur lítur út eins og kúbverskur uppreisnarmaður sem hafði náð sér í og barnað kúbverska blómarós þar sem að Marín brosti sínu blíðasta við hliðina á honum með kúlu út í loftið. Ég settist síðan á kaffihús með bóhem-parinu :-) og við sötruðum bjór þ.e. drápum tímann þar til að við áttum pantað borð á veitingahúsi. Á meðan við sötruðum bjórinn horfðum við á hund leika sér í gosbrunni. Marín féll alveg fyrir hundinum þar sem að hann hlóp um á vatninu líkt og Jesú og kallaði á fleiri hunda til þess að leika við sig.
Veitingastaðurinn sem að við fórum á er ástralskur. Ég fékk mér kengúru, Eiríkur fékk sér krókódíl og Marín fékk sér emúa. Emúinn var bestur en ekkert skákaði þó eftirréttinum "Death by chockolade" en hann var to die for. Tumi var með okkur í anda og þakka ég honum kærlega fyrir matinn :-)
Nú sit ég í Lundi, á svölunum í sól og hita, og læt mig dreyma um að búa í útlöndum. Hlakka ennþá meira til að flytja til Germany en áður.
En until later
chao

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com