VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.4.05

Klúður

Jamm ég var þarna bara á góðu róli í morgun í mínu reikningshaldsprófi og já það gekk bara furðu vel. Ég hristi þarna fram úr erminni allar mögulegar formúlur og reiknaði lipurlega hvert dæmið á fætur öðru. Nú jæja þegar að eitthvað er liðið á tímann kemur kennarinn inn og segir að vegna mistaka vanti ákveðnar forsendur í dæmi 2. Þá varð uppi fótur og fit. Nemendur böðuðu út öllum öngum og hváðu í gríð og erg meðan að kennarinn reyndi að útskýra hvar réttar forsendur væri að finna. í sárabætur sagði hann svo að við þyrftum aðeins að reikna eitt af þremur valdæmum en við hefðum annars þurft að reikna tvö valdæmi. Nú ég bregst hin kátasta við og held náttla að þetta sé allt saman í góðum málum. Hins vegar þegar að heim var komið var mér tjáð að kennarinn hefði vegna "kröftuglegra" mótmæla dregið þessa yfirlýsingu sína til baka og gefið auka 15 mínútur í staðinn. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! En ég var greinilega svona himinlifandi yfir þessari upphaflegu góðmennsku kennarans að ég barasta heyrði ekkert þegar að hann tók þetta til baka!!!!! Nú varð því uppi fótur og fit hjá minni og hljóp ég eins og fætur toguðu aftur út í skóla til að reyna að tala kennarann minn til og grátbiðja hann að taka tillit til þessara mistaka "hans" (vil ég meina) þegar að hann gefur þessu blessaða prófi mínu einkunn. Jaaaaa það á ekki af manni að ganga hérna í þessum prófum!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com