VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.4.05

Update

Missó: Jamm missóvinnan gengur ágætlega. Við erum á bólakafi í grunnnets og Símamálum og reynum að átta okkur á því hvort að æskilegt og jafnvel nauðsynlegt sé að aðskilja grunnnetið frá Símanum við sölu hans til að tryggja virka samkeppni milli fjarskiptafyrirtækja. Við erum í djúpum **** út af lengd skýrslunnar en hún virðist vera óviðráðanlegt skrímsli sem að teygir anga sinna út um allt! Við vorum núna seinni vikuna upp á Bifröst og vá hvað veðrið hefur verið æðisgengið... ég fékk alveg svona söknunartilfinningu þegar við sátum út á stétt í góðri pásu lepjandi ís! Já það jafnast fátt á við Bifröst á góðviðrisdögum. Í dag brunum við svo í bæinn og tökum viðtal við einn gaur hjá Símanum og förum svo út að borða og í keilu!!! jamm þar mun ég sýna stjörnutakta og mala þessa drengi!

Útlit: Ég er voðalega pirruð út af útliti mínu þessa dagana og finnst ég alls ekki líta sem best út. Samt hef ég verið að djöflast í ræktinni NOTA BENE DAGLEGA!! en er bara þyngri á mér ef að eitthvað er. Nú svo er ég í desperate need for some sunshine on my skin! Ég hef nú tekið upp þá iðju að drekka te á morgnana þar sem að Dr. Gillian segir að það sé eitthvað voðalegt sjokk fyrir magann að fá kalt snemma á morgnana.

Búseta Við Sigrún og Egill erum á fullu að tæma íbúðina okkar hérna á Bifröst. Hér hefur nú aldeilis verið gott að búa í vetur. Það er ekki laust við að manni vökni um augun... eníveis þá er tuskan á lofti því íbúðin verður tekin út á "Ebbu-staðli" áður en að við fáum að skila henni. Sambúð okkar þriggja mun svo halda áfram í Gerðunum í borg óttans og vonandi sef ég mína fyrstu nótt þar í kvöld.

en þetta er nóg í bili mín kæru :-)
adios

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com