VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.5.05

Dagur 1, 11. maí

Vaknaði ELDsnemma... soldið fyndið þetta eldforskeyti....en allaveganna þá svaf ég samt pinku yfir mig.. og brunaði eins og brjálæðingur upp á Leifsstöð. Þar beið ég heila eilífð í röð til að tékka mig inn og svo aftur í slatta tíma í sekjúrítítékkið. Jæja þetta þýddi náttla það að ég varð að kaupa allt á harðaspretti, náði rétt svo að grípa nokkur blöð með mér sem að ég náði svo ekkert að kíkja í þar sem að ég svaf allan tímann í vélinni. Ég vaknaði þó við það þegar að eldingu laust niður í vélina og allir skræktu og tóku andköf... flugstjórinn var samt hinn rólegasti og róaði okkur niður eða reyndar ekki mig þar sem að ég varð ekkert æst né hrædd.... hélt bara áfram að sofa he he
Nú svo var ég komin á danska grundu. Frændur vorir Danir eru alveg stórmerkileg þjóð að mínu mati. Rosalega alúðlegt og vingjarnlegt fólk og svo eru þeir svo sætir!!! Bæði karlar og konur, ekkert nema sætt fólk hægri vinstri!! jamm ekki verra. Ég keypti mér svo lestramiða til Árósa og við tók rúmlega 3 tíma lestarferð. Mér leist ekkert illa á það, enda eru lestarferðir laaaangþægilegasti ferðamátinn að mínu mati. Ég hreiðraði um mig í fínu sæti og setti tónlist í eyrun og náði loksins að lesa tímaritin sem að ég hafði keypt mér á Leifsstöð. Lestarferðin leið hratt, ég starði út um gluggann milli þess sem að ég skoðaði fólkið í kringum mig og las greinar um appelsínuhúð og átraskanir. Ég elska að horfa á gular blómabreiður og litla smábæi... og svo ELSKA ég að glápa á fólk... ég bara get ekki stjórnað mér. Ég reyni að láta það ekki taka eftir því hvað ég stari og pæli en í hausnum á mér er allt á fullu og ég bý meira að segja stundum til sögur um það.
Á móti mér í lestinni settist typísk dönsk stelpa... ljóshærð, bláeygð, þrifaleg stelpa sem að sofnaði um miðbik ferðarinnar. Við hliðina á mér sat geðveikt fallegur strákur, ljóshærður með krullur, karamellubrúnn í útvíðum gallabuxum. Alveg sko minn tebolli skal ég ykkur segja. Hann var með sárabindi á hægri hendi og ég ímyndaði mér að hann hefði lent í slag við gaur sem að hefði verið að abbast upp á kærustuna hans... svo langaði mig ekki að hann ætti kærustu svo ég breytti því í systur hans.... betra ekki satt?? Nú ská á móti mér sat miðaldra Dani eða hann var allaveganna Dani þar til að hann tók upp MS drykkjarmjólk og ég fór að efast um hæfni mína til að þjóðgreina fólk!! og komst að raun um það að hann var Íslendingur eftir allt saman þegar að hann kvaddi mig kumpánlega á íslensku þegar að ég yfirgaf lestina.
Árósar tóku á móti mér með rigningu. Það hafði verið sól alla lestarferðina en guðirnir grétu þegar að ég knúsaði Diljá á lestarstöðinni. Nú við örkuðum um borgina og heim til Diljár en hún býr á besta stað í bænum, alveg í 101. Íbúðin hennar er MEIRIHÁTTAR. Risastór, mjög hátt til lofts og hvítbæsuð gólfborð. Stórir gluggar og bara mjög góður andi í henni. Ég hefði ekkert á móti því að eiga svona íbúð og það skemmtilegasta við hana er án efa, eldhúsið. Það er HUGE og með risastórum gluggum og skandenavískum blæ. YNDISLEGT! Nú við Diljá fórum svo á Engilinn sem er kaffihús í anda Vegamóta og hittum 2 íslenskar stelpur, þær Möttu og Matthildi, og sötrðum bjór og borðuðum samloku með skinku og geitaosti langt fram á kvöld.
Já fyrsti dagur ferðarinnar heppnaðist vel.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com