VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.12.02

Aftur að koma helgi... jibbí... og hún er pökkuð af skemmtilegum hlutum... Það er reyndar búið að banna mér að plana fram í tímann en ég get ekki að þessu gert... þetta dettur bara inn um lúguna hjá mér. Það er jólaglögg í vinnunni á föstudaginn... rosa fínn jólamatur og pakkaleikur og bjór, bjór bjór... :-) Á laugardaginn er jólagjafastúss og um kvöldið jólasaumó með kakó og kleinum og pökkum..eftir það annað jóladæmi með rauðvíni og ostum...eftir það kannski skrall hí hí hí ;-)
Sunnudagur.. afslappelsi sigh... já það er erfitt að vera svona vinsæll... hí hí...segi svona. Í kvöld er kaffihús og í gær fékk ég heimsókn.... við hordrottningarnar og Sigga sátum og gláptum á imbann og töluðum um allt og ekkert....samt aðallega Nick Cave.... og smá um prump... hí hí
Ég get nú allaveganna montað mig af því að vera búin að þrífa mest allt... tók eldhússkápana um daginn og fataskápana.... búin að skreyta að mestu (er samt með rosalega lítið jóladót, finnst flest allt jóladót ljótt)
.....................en Helga Guðný.... mér finnst þú yndisleg og ógesslega skemmtileg.... og gaman að vera orðinn tvíburi he he he...... og verði þér að góðu :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com