Sjónvarpskvöld.... já það var feitt slökunar og sjónvarpskvöld í gær hjá litlum imba og plebbanum ;o) Átum kjulla, poppuðum og skriðum undir sæng og höfðum það kósý. Smá upprifjun: Raymond og fjölskylda voru á Ítalíu... og við æstumst upp og byrjuðum að tala um Interrail og ferðalög næsta sumar. Ætlum að byrja að plana og leggja smá fyrir svo að við getum skellt okkur til úglanda sem fyrst. Vorum að pæla í því að fara til Köben á Hróarskeldu og interrailast niður Evrópu og enda Í Barcelona og heimsækja Tinnu sætu ;-) Þetta er allt samt á frumstigi og ekkert ákveðið .... Ítalía kemur samt sterkt inn líka. En djöfull er Raymond alltaf leiðinlegur við konuna sína... ég sver ég myndi ekki meika hann... hann nöldrar meira en bitur kelling sem fær það aldrei... kræst HUNDLEIÐINLEGUR!! Svo var það kóngurinn... hann Doug sem að hélt partí fyrir háskólafótboltaliðið sitt... frekar slappur þáttur en við brostum út í annað. Svo kom boring þáttur með Drew og þeim öllum.... við erum samt ósammála um þann þátt og HG skellihló yfir þessum lúðaþætti ;-) Á eyju freistinganna gekk allt sinn vanagang og við ákváðum að fara í stranga megrun... verður samt spennó að sjá næsta þátt... þá fara hlutirnir greinilega að gerast... Svo endaði kvöldið á Sex and the city... :-) hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og Carrie bara trúlofuð :-) Við lágum spenntar yfir þessu og klöppuðum og grenjuðum þegar að bónorðið kom.... Samt er alltaf soldið skrýtið að sjá hálffertugar gellur fá tremma yfir brúðkaupum og barneignum... hér fá gellur kvíðaköst ef að þær eru ekki giftar og komnar með krakka 25 ára!!! Við getum svo pælt í því hvort er vangefnara????
En nóg um sjónvarp.... later ;-)
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home