VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.12.02

Einhver búð í Bretlandi stóð fyrir vali á bestu og verstu jólalögunum á dögunum. Versta lagið var valið Mr. Blobby frá 1993???? hvaða lag er það??? sungið af samnefndri persónu. Í öðru sæti er lagið There's No-One Quite Like Grandma, sungið af kór St. Winifred's-skólans, kræst hljómar boring, og þriðja sætið fór til Sir Cliffs Richards og lagsins Mistletoe and Wine...... mér finnst það nú alveg fínt... (þeir hafa greinilega ekki heyrt íslensku jólalögin)
Besta jólalagið var aftur á móti valið Merry Xmas Everybody með Slade. Í öðru sæti varð Bohemian Rhapsody með Queen (síðan hvenær er það jólalag... það fór allaveganna fram hjá mér?) en í þriðja sæti er lagið Do They Know it's Christmas með Band Aid.
Last christmas með Wham hefði nú átta að lenda á topp 3. Ég man myndbandið eins og ég hafi séð það í gær... Goggi hlaupandi í snjónum, stingandi undan besta vini sínum... rosalega jóló og rómó :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com