VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.12.02

Desember... er með betri mánuðum ársins... eða hvað finnst ykkur? Ég verð samt alltaf jafnhissa hvað tilfinningaskalinn verður breiður hjá mér þegar að þessum mánuði kemur... ég vakna kannski í þvílíkum jólastemmara, trallandi en svo við minnsta tilefni verð ég rosa mússí og tárast við allt og alles. Þessi mánuður minnir mig samt líka alltaf á hve óendanlega vænt mér þykir um fjölskylduna mína. Talandi um þau... m&p tóku netta trippið í jólaskreytingum um helgina... hengdu upp trilljón seríur og keyptu risaútijólatré sem að þau skelltu fyrir framan útidyrahurðina! Samt ekkert Griswalds dæmi (heita þau ekki það???) heldur allt saman mjög smekklegt... enda ekki við öðru að búast. Þegar að maður pælir í því þá er ekkert skrýtið að maður sé svona mikið jólabarn því að settið hefur alltaf tekið jólin með trompi. Mamma bakar svona 100 sortir, við rúllum kjötbollur, bökum laufabrauð, gerum síld, kæfu, rauðbeður og nefndu það.... en þetta er bara allt svoooooo yndislegt ;-) og m&p ég elska ykkur mucho .....
ps. Survivor sukkaði feitt á mánudaginn :-/

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com