Gaf manninum mínu sumargjöfina sína í gær með vöxtum sko! Bauð honum út að borða á Hereford þar sem að ég gúffaði í mig humarsúpu og sallati og Ingvar tók svínarifin á 5 mínútum. Svo löbbuðum við Laugarveginn og niðrí Regnboga þar sem að við sáum Kill Bill 2. Ég verð nú að játa það að ég varð fyrir vonbrigðum með fyrstu myndina. Það var búið að dásama hana svo í kringum mig að ég beið spennt eftir henni. Tók hana svo á dvd og horfði á hana svo við gætum farið á Kill Bill 2. En mér fannst fyrsta myndin mum betri eftir að ég sá mynd nr. 2. Ég fílaði samt mynd 2 betur, hefði samt viljað sjá aðeins fleiri bardagaatriði en mér fannst nokkur atriði samt svaðalega kúl. En þessar myndir eru samt ekki að skríða á topp 10 hjá mér, fannst t.d. bæði pulparinn og hundarnir miklu betri myndir.
Jæja keypti mér FILA-línuskauta í gær, einhverjar rosa græjur sem fara geggjað hratt... dí ég verð að fara á námskeið það segir sig sjálft svo ég geti skautað með Ingvari.
Fer í ammli á eftir til Dags Dan, hvað vilja svona litlir gaurar í ammlisgjöf???? Svo er náttla Idol-kvöld :-)
<< Home