VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.4.04

Jæja GLEÐILEGA PÁSKA... einum degi of seint! Nú er kominn alveg hellings tími síðan að ég bloggaði síðast en mar hefur haft það sérstaklega ljúft yfir hátíðarnar... þ.e. ef að ég lít fram hjá kvefi, hálsbólgu, eyrnaverk,próflestri og þess háttar leiðindum..... ;-) Mér fannst sérstaklega erfitt að fara uppeftir hingað í sveitina í dag bæði þar sem að ég er veikur og svo var alveg extra erfitt að fara frá Ingvari en við höfum haft það einstaklega gott saman um páskana. Byrjuðum á að fara upp í sumarbústað þar sem að við gistum í 3 nætur. Ingvar bauð mér út að borða á föstudagskvöldinu á "Við fjöruborðið" á Stokkseyri og við mættum þangað (og ég í nýjum bol frá Mr. I) Þetta var þvílíkt ljúffengt og mjög sniðug hugmynd hjá honum kallinum mínum. Eiríkur, Katrín og Sverrir mættu svo á laugardeginum og djöll var gaman hjá okkur, grilluðum, fórum í pottinn og læti.. við Ingvar fórum náttla líka í saunu áður en haldið var heim... en....bjúbbs þá var mín orðin veik :-( og hef ekki náð einhverju $#&$#& úr mér alla vikuna.

Ég lét nú veikindin ekki stoppa ferð í 30 ára afmæli Ólafar en hún bauð okkur í mat (rautt þema he he) og við tjúttuðum fram á nótt....
Páskahelgin fór svo í mat, afmæli,hóst og hnerr.... þjóðhagfræði og lobba lauk...

ps. Eiki bro til hamingju með daginn í gær... jibbí... 25 ára ;-) Hey svo eitt að lokum, ég fattaði í gær hvað ég ætla að gera eftir BS-inn... en það er leyndó.... !!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com