Þegar að ég vaknaði í morgun þá var allt á kafi hérna í snjó! Ég er því komin í þvílíkt jólaskap í miðjum próflestrinum og langar að baka piparkökur.... en annars liggur Ingvar hérna í sófanum og horfir á video meðan að ég les félagaréttinn. Prófið er á þriðjudaginn og lesturinn gengur fínt bara.... er að klára 5. viku og ætla að taka hinar 5 á morgun .....
Þetta er ekkert smá kósý, snjór úti, bökunarilmur, kertaljós og lestur...
Mig dreymdi reyndar snjó og byl í nótt... ætli ég sé orðin berdreymin???
ps. heimasíðan hennar Ólafar komin inn hérna til vinstri :-)
<< Home