VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.5.05

Dagar 5-8 15.-18. maí

Komnar eru inn nýjar myndir.

Jamm það eru komnar inn myndir af ferðinni hingað til. Ég ákvað að nota bróður minn og hans hæfileika til að búa til flotta myndasíðu svo þið gætuð notið ferðarinnar með mér og svo að þessi síða verði skemmtilegri :-).

Dagarnir í Lundi hafa liðið hratt. Já það er rétt að tíminn líður fljótt þegar að það er gaman að vera saman. Mér líður ofsalega vel í Lundi. Mér finnst þetta vinalegur bær og maður finnur einhvern veginn lærdómsandann koma yfir sig þegar að maður röltir um strætin. Marín og Eiríkur hafa komið sér mjög vel fyrir í stúdentaíbúð í stúdentahverfi hérna í Lundi. Íbúðin þeirra er stílhrein en með persónulegu ívafi. Mér finnst alltaf meira sjarmerandi þegar að íbúðir eru persónulegar og sýna karakter eigandanna. Ég er ekki frá því að dáldið sænskt andrúmsloft svífi hér yfir vötnum. Marín er listakokkur og eldaði ofaní mig dýrindis máltíðir á milli þess sem að hún "gædaði" mig um Lund og Malmö. Eiríkur var dáldið bissí, mikið að gera í skólanum en hann fékk að sýna listir sínar í fótbolta fyrir systur sína eitt kvöldið og já tapaði!!! 3-0 fyrir Svíjum hmmmm (það er kannski satt sem að þeir segja að Svíar séu betri í fótbolta en Íslendingar????) Marín var mjög öflug klappstýra á kantinum en ég hrópaði hátt líka... sko bara inní mér :-)
Við fórum út að borða á indverskan veitingastað þar sem að við fengum alveg geggjaðan dinner og indverskan bjór með (hann var mjööög góður).
Ég ætla ekkert að nefna LoVISU frænku á nafn... (burning inferno)!!!!
Þetta hefur verið yndislegur tími og ég sé sjálfa mig eftir rúmlega ár hjólandi um götur Lundar með skólatösku á bakinu.
Á morgun flýg ég hins vegar til Amsterdam og hitti saumó. Við verðum þar á rosalega flottu hóteli og ég held meira að segja að það komi limmó að sækja okkur á flugvöllinn!!!! Meira um það seinna :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com