Eins og ég sagði þá var Amsterdam geggjuð. Ég flaug frá Köben til Amsterdam og beið í dágóðastund eftir stelpunum á flugvellinum en þær lentu klst. á eftir mér. Ég beið spennt eftir þeim í góðu samneyti við limmóbílstjórann sem að beið, með skilti merkt MISOMA, eftir að bruna með okkur á 5 * hótelið við aðaltorgið í Amsterdam. Gaurinn var svakalegur, hann glápti á ALLAR stelpur sem að gengu fram hjá og mældi þær út from head to toe... he he. Nú svo stormuðu gellurnar til okkar og við hlóðum töskunum í limmuna og brunuðum sem leið lá inn í Amsterdam.
Næstu dagar eru ógleymanlegir!!!
Við endurnýjuðum vináttuna og skemmtum okkur svo vel saman allar 5. Við Ólöf vorum saman í herbergi og Sóley, Anna Margrét og Íris voru saman í einu. Íris fékk svo kallað unglingaherbergi (var soldið svona út af fyrir sig)en við skvísurnar þurftum ekki að lyfta litla fingri meðan að við vorum þarna á þessu glæsilega hóteli.
Við gerðum svo margt og hér er brot af því besta:
-Karókí-barinn og Emil. Emil var sannkölluð kókosbolla sem féll alveg fyrir okkur og þá aðallega mér hí hí. Við kynntumst honum á pöbb þar sem að hann söng skemmtaralög fyrir uppgjafahermenn frá Kúweit en kom svo með okkur á karókí-bar þar sem að hann söng einum of mikið he he... stóð upp á barborði og söng til mín einhver vonlaus ástarljóð :-) Við gellurnar vorum voðalega "hressar" þetta kvöld og skemmtum okkur konunglega!!!
-Spa-ið. Hótelið pantaði handa okkur á flottasta spainu í Amsterdam. Við áttum sem sagt allar að komast í nudd og fullt af gufum þar og læti. Nú, við mætum allar þangað en það fara renna á mig tvær grímur þegar að ég sé karlaklósett inn í búningsklefanum okkar!! Nú, við mætum svo fram í sloppunum okkar og förum inn í fyrstu sturtuna. Þá blasir við okkur allsber gaur að þvo á sér hárið!! Við snarbökkum út og ég spring úr hlátri. Starfsfólkið horfir á okkur gáttað en ómægod ekki grunaði okkur að við værum komnar í spa þar sem að allir ÁTTU að vera allsberir as in BANNAÐ AÐ VERA Í SUNDFÖTUM!!!
-Nuddarinn í spa-inu.... jamm ég varð ástfangin í þessari ferð. Nuddarinn sem að nuddaði okkur Önnu Margréti var BARA flottur. Ok soldið spes en við þurftum náttla að leggjast þarna naktar fyrir framan hann..... og hann nuddaði okkur á opnu svæði fyrir framan ALLA.... mjög spes. En gaurinn var svo yndislegur að það var alveg hreint unaður að láta hann nudda sig. Já ég gleymi honum seint.
-Morgunverðurinn í rúmið.... ummmmm hann var æðislegur. Við Ólöf pöntuðum sem sagt morgunmat í rúmið. Hann var svo velútilátinn að við gátum bjallað í hinar stelpurnar og étið á okkur gat, allar saman!! ummmm
-Gaurarnir sem að sleiktu stígvélin mín... say no more, say no more
-Allar skóbúðirnar..... ómæ... to die for
-Siglingin um sýkin og Anna Frank. Ógleymanlegt, hvort á sinn háttinn
og auddað var margt margt fleira..... Við skvísurnar gleymum þessari ferð seint og Lovísa var kát með okkur sko :-)
<< Home