VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

20.10.05

Hæ hæ
Thad er alveg ómögulegt ad finna Pepsi i Þyskalandi og hvað þá Pepsi Max! Þegar að eg fór til Amsterdam leitaði ég logandi ljósi að Pepsi Maxi en fann hvergi... ég var farin að halda að þetta væri eitthvert alheimssamsæri gegn mér (stjórnað frá höfuðstöðvum Kók) þegar ég loksins fann Pepsi Maxið mitt og eg fann það í Lundi. Ég sit því hér sæl og glöð með Pepsi Maxið mitt. Á lestarstöðinni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var mér hugsað til Eiríks og Marínar því svo virðist sem að thegar að ég hef verið stödd á þessari lestarstöð undanfarin ár hef ég verið með þeim. Ég sá Eirík alveg fyrir mér í grænu loðkragaúlpunni sinni og Marínu með blóm í jakkanum sínum. En núna var ég að fara að heimsækja Sigrúnu Lundarstelpu og Egil Orra fósturson minn. Ég tók lest frá Luneburg til Lubeck og beið þar í klukkustund. Í Lubeck leitaði ég að kaffihúsi og endaði í þægilegum hægindastól, með James Blunt á fóninum og hvítvínsglas í hendi. Ég tók upp nýjustu bókina mína eftir Paulo Coelho og fann hvað það er rosalega gott að ferðast einn. Mér var líka hugsað til þess, í lestinni, hvað við Íslendingar lifum í raun vernduðu lífi. Við förum bara í bílana okkar og keyrum á milli skóla/vinnu, heimilis og vina og vandamanna.
Undanfarin vika var mjög góð en síðari hluta vikunnar snöggkólnaði skndilega. Svo virðist sem að haustið hafi náð yfirhöndinni. Við stelpurnar (Lindsay og Sarah(USA), Laura (Irland) og Tori (England)) ákvaðum að hafa stelpukvöld í fyrradag og horfðum á froðu. Það var næs þótt að mig langaði reyndar dáldið í partý með strákunum. Morguninn eftir var ég samt thokkalega ánægð með að hafa ekki farið í partýið he he... Hvítvínið sem að ég drakk sl. laugardagskvöld breyttist nefninlega í höfuðverk aldarinnar og sunnudagurinn verður ekki endurtekinn!!

Betra er seint en aldrei... Myndir Amsterdam

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com