VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.11.06

Bíó
Fór á Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan í gær. Sasha Baron Cohen sem leikur Ali-G leikur þennan sjúklega fyndna karakter þ.e. Borat. Ég sá hann fyrst á MTV þegar að ég var úti í Þýskalandi fyrir ári. Þar var hann með hálfgerð Silvíu Nætur innskot þar sem að hann kynnti MTV tónlistarhátíðina 2005. Geggjaðslega fyndið. Svo var hann brilljant sem kynnir á MTV hátíðinni sjálfri og ekki er hann síðri í þessari mynd. Hún er svona pínlega fyndin. Ég á alltaf frekar erfitt með að sjá fólk gert að fífli eins og hann gerir óspart í myndinni. Ég held að íbúar Kazakhstan þurfi ekkert að örvænta því að djókið beinist gegn Bandaríkjamönnum. Það þarf líka rosalegan karakter að geta leikið svona án þess að detta úr karakter en Sasha Baron Cohen fór víst aldrei úr karakter við gerð þessarar myndar! Eitt atriði í myndinni er þvílíkt ógeðslegt og ég vorkenndi Borat mikið meðan að á því stóð og vona að það hafi aðeins þurft eina töku!!! Þið sem að hafið séð myndina vitið hvaða atriði ég er að tala um.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com