Ritgerðarskrif og geðveiki
Jæja. Klukkan er þrjú að nóttu. Ég hef ekki orku í að skrifa meira um skattarétt. Kennarinn færði mér þær "gleðifréttir" áðan að ég hefði "misskilið" spurninguna. Þetta væri sko ekki spurning sem að ég ætti að svara! enda væri það efni í doktorsritgerð. Ég meina hvað geri ég í því??? Ég er orðin svo gegnsýrð í steypunni að mér líður eins og Gulla gullfiski. En nei ég er Vanillustrympa, lent í klónum á Kjartani galdrakarli. En svona þess á milli sem að ég græt söltum tárum yfir vanþekkingu minni á efni sem að ég valdi sjálfviljug þá hef ég:
-skúrað baðherbergisgólfið
-staðið á haus til að auka blóðflæði til heilans
-blóðflæðisæfingin virkaði ekki
-reynt sjálfsnudd á nýtilkomna vöðvabólgu sem að er að gera mig vitlausa
-skipulagt matseðil fyrir matarboð sem að ég ætla að halda einhvern tímann næsta sumar
-skoðað myndir af hamingjusömu fólki að gifta sig
-látið gerviketti hræða mig
-"tannþráðað" mig
-verið pirruð í símann við þá sem að hringja
-truflað sambýlinga mína
-stigið trylltan indíánadans upp í rúmi (ekki djók)
-mátað nýjan kjól
jæja best að fara að sofa...... ætli mig dreymi ekki bara skatterí, skatterí, skatt?
Efnisorð: Skóli
<< Home