VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.5.07

Eurovision - semi finals!

Ég veit að ég á að vera að lesa fyrir próf í sifjarétti en hér eru lögin sem að ég held að fari upp úr forkeppninni :) Hvað finnst ykkur??

Hvíta-Rússland: Þetta lag er svona soldið Bond lag og söngvarinn minnir ískyggilega á dökkhærða Díönu prinsessu!
Kýpur: Þetta lag er með mjög grípandi viðlagi og mér finnst eitthvað flott við söngkonuna
Tyrkland: Hér sjáum við Justin Timberlake þeirra Tyrkja. Kannski ekki alveg eins flottur en flottur þó. Grípandi lag!
Makedónía: Þessi kemst áfram á fótleggjunum!
Andorra: Þetta er flott popp/rokk
Serbía: Þetta lag minnir soldið á júróið eins og það var. Það þarf samt að taka söngkonuna í alvarlegt meikóver
Moldavía: Það þarf reyndar líka að gefa þessari söngkonu tískuráð. Svo langar mig að karlmennirnir í myndbandinu fari úr fötunum, þeir hlaupa svo fallega
Ungverjaland: Það þarf reyndar að hlusta soldið oft á þetta lag en það venst ótrúlega vel. Flottur blús
Lettland: Þessir komast áfram á grípandi viðlagi en ekki á söng.
Ísland: Að sjálfsögðu komumst við áfram! Enga svartsýni-Eiki Hauks er flottastur... Áfram Ísland!!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com