Óperudóttirin ég
Rakst á þennan flotta söng hjá Garðari Cortes á netinu. Hann syngur Nessun Dorma eina uppáhaldsaríuna mína mjög vel þótt hann nái ekki alveg Pavarotti. Ég hlustaði á þessa aríu næstum daglega þegar að ég var í menntaskóla og ég fæ ennþá hroll. Svona á að semja lög!
http://www.youtube.com/watch?v=d3gparVzC_M
Var að enda við að troða í mig racklett a la Einsi og ligg núna á meltu helgarinnar. Fór í afmælisgrillpartý á fös, brúðkaup og innflutnings/útskriftarveislu í gær. Allt alveg svakalega gaman. Í grillpartýinu fékk ég sænskt bakkelsi enda húsfreyjan og maki afmælisbarnsins sænsk, þar fékk ég líka að kynnast Borgnesingum á djamminu og borgneskir strákar veigra sér ekki við því að fara saman á klósettið!! Veit ekki hvort að þeir séu sáttir eða ósáttir við kynhneigð sína?? Í brúðkaupinu var gaman og Eiríkur Tumi lék á alls oddi. Innflutnings/útskriftarboðið var svaðalega næs og kjaftað fram á rauða. Nú taka hins vegar við lærdómsvikur enda próf í boðinu.
Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar í færslunni fyrir neðan. Blogger er eitthvað leiðinlegur og vill ekki lofa mér að pósta myndir :( Ég reyni aftur túmorró!
Efnisorð: Daglegt líf, Tónlist og bækur
<< Home