VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.4.07

Leiðinda misskilningur eða?

Ég fór í fermingu um helgina. Þar sem að ég sat í makindum mínum og át ljúffengar veitingar komst ég ekki hjá því að heyra tal nokkurra veislugesta við borðið. Einn gestanna hélt því fram að lögfræðinámið sem kennt er á Bifröst veitti ekki sömu réttindi og lögfræðinámið í Háskóla Íslands. Þetta er þrálátur misskilningur. Ég leiðrétti þetta að sjálfsögðu og tók það skýrt fram að nemendur sem útskrifast frá Bifröst með ML-gráðu njóta sömu réttinda og þeir nemendur sem útskrifast með mastersgráðu í lögfræði frá HÍ. Við sem útskrifumst héðan getum því innritað okkur á lögmannsnámskeiðið osfrv. Það er mikilvægt að kveða niður svona leiðinlegan misskilning á lögfræðináminu hér.

Opni dagurinn heppnaðist rosalega vel. Í Hriflu kynntu deildirnar sig og í portinu var hoppukastali fyrir börnin. Í Hátíðarsalnum voru vöfflur í boðinu. Sól skein í heiði og mikill fjöldi sá sér fært að renna í heimsókn. Rektor bauð fólk velkomið. Á svona dögum kann maður að meta það hversu persónlegur skólinn er. Það var sérstaklega skemmtilegt að kynna lögfræðideildina á svona góðum degi og ekki verra að renna niður nokkrum vöfflum while your at it!

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com