Breytingar
Það er óhætt að segja að sl. ár hafi verið ár breytinganna í mínu lífi. Fyrir akkúrat ári þá var ég single "gella", nýkomin frá Germany og í stuði með Guði.
Núna er ég að vísu ennþá í stuði með Guði en búin að bæta á mig 1) manni, 2)nokkrum kílóum, 3)jeppa og 4)raðhúsi.. allt í þessari röð! Já við keyptum okkur raðhús í dag. Lentum í svakalegu verðkapphlaupi (sem að við augljóslega unnum) en fasteignamarkaðurinn hér í Borgarnesi er mjög líflegur. Við vissum um leið og við gengum inn í húsið að það var okkur ætlað.
Raðhúsið er á einni hæð, allt glænýtt, útgengi út á pall og með stórkostlegu útsýni. Við gætum ekki verið ánægðari með fjárfestinguna. Við flytjum inn í júlí og ég verð því heimavinnandi mastersnemi og verðandi móðir í Borgarnesi!!! Jæja best að skrá sig í kvenfélagið og baka nokkrar bullar... síjúgæs!
<< Home