Gleðilegt sumar!
Hér erum við Herdís María fyrir framan Háskólann á Bifröst. Það er alltaf opinn dagur á Bifröst, á sumardeginum fyrsta, ár hvert. Í fyrra stóð ég í Hriflu, ólétt með smá kúlu, að kynna meistaranámið. Í dag röltum við Einar, hins vegar, um skólann okkar með Herdísi Maríu á handleggnum, fengum okkur vöfflur og spjölluðum við skemmtilegt fólk. Í dag var sól og yndislegt veður, frábær sumardagur og það stefnir í gott sumar. Gleðilegt sumar !!
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home