Pælið í tímalausri hönnun. Þessi vasi er hannaður af Alvar Aalto á 4. áratugnum og er mjög vinsæll í dag. Ég á tvo svona glæra en rauða glerið er dýrast í framleiðslu (bara svona smá fróðleiksmoli. Það er víst mjög dýrt að blása rautt gler). Ég er einstaklega hrifin af hönnun Aaltos og hef verið það frá því að ég var lítil stelpa. Þá fór amma reglulega með mig í Norræna húsið sem að er einmitt hannað af honum og þar lásum við sænskar barnabækur saman, í stólum hönnuðum af honum. Lúsíuhátíðin var líka alltaf haldin í Norræna húsinu og ég tók mig náttúrurlega sérstaklega vel út sem lúsía (soldið feimin samt). Ég viðurkenni að ég tók nú samt smá tímabil þar sem að ég þóttist ekki fíla Aalto. Þá var ég í menntó og fannst hann svo bókasafnslegur og ekki nógu töff. (hönnunin has hefur prýtt ófá bókasöfnin) Hér er önnur tímalaus hönnun:
Hver kannast ekki við þennan koll?? Brilljant
Efnisorð: Hönnun
<< Home