Sniðug stelpa
Það er meira hvað þau eru glúrin þessi kríli. Herdís María er til dæmis alveg búin að átta sig á því að það þýðir ekki að banka í mömmu sína þegar að hún vaknar fyrir allar aldir. Hún snýr sér því að pabba sínum og bankar létt í hann og blakar augnhárunum. Hann bráðnar alveg og fer með hana fram. Þar eiga þau feðginin notalega morgunstund saman áður en að hann fer í vinnuna og ekki kvarta ég!
Nú svo var ég að ryksuga um daginn og Herdís María fríkaði út af hræðslu. Ég hef samt ryksugað einu sinni í viku frá því að hún fæddist svo ég varð mjög undrandi á þessari ofsahræðslu. Nú má hún ekki einu sinni sjá ryksuguna þá kemur skeifa og hún verður voða hrædd. Ég sem sagt þarf ekki einu sinni að kveikja á tryllitækinu svo barnið verði hrætt!
Í morgun fórum við í dagmömmuferð. Kíktu í heimsókn til dagmömmunnar sem að við vorum að spá í að láta HM til. Okkur leist voðalega vel á allt hjá dagmömmunni og stefnum á að Herdís María byrji í ágúst. Herdís sýndi á sér sínar bestu hliðar og dagmamman féll alveg fyrir henni. Núna liggur litla skvísan steinsofandi uppí rúmi. Hún verður meira og meira fyrir kúr og kelerí með hverjum deginum og var hún samt knúsikelling fyrir. Þegar að ég ligg hjá henni strýkur hún mig bak og fyrir og kyssir, fiktar í hárinu mínu og ég ligg bara þarna í alsælu!
Efnisorð: Barnahjal, Daglegt líf
<< Home