VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.4.08

Lok lok og læs

Já þeir hjá blogger læstu blogginu mínu. Sögðu það potential spam blog! Ég hef því ekkert getað bloggað en þeir hafa greinilega sannfærst um að ég sé enginn spamari og hafa því opnað það aftur. Ekkert að frétta svo sem. Sá að norræni eurovision þátturinn verður ekki á dagskrá eins og sl. ár. Í stað hans verður þáttur með íslenskum spekúlöntum undir stjórn Páls Óskars. Ég er ferlega fúl yfir því að þessi skandenavíska sulta sé ekki á dagskrá. Var að fíla hana.

Dóttir mín er nú haldin alvarlegum aðskilnaðarkvíða. Hágrætur ef að hún sér mig ekki. Svo er hún skíthrædd við ryksuguna, hárblásarann og sturtuna. Algjör kettlingur. Reyndar reif hún kjaft við ryksuguna um daginn en það var nú bara af því að hún var í fanginu á pabba sínum. Hún er alveg farin að sitja og svo sýgur hún táslurnar í gríð og erg. Hún er tækjaóð og er sérstaklega hrifin af símum, fjarstýringum og tölvum. Hún er farin að vinka bæ, eða ég er ennþá að fatta hvort að það sé tilviljun. Hún fer í 7 mánaða skoðun á morgun, hlakka til.

Dómsdagsspá Seðlabankans fer í taugarnar á mér. Mér finnst skrýtið og óábyrgt að segja að fasteignamarkaðurinn eigi eftir að lækka um 30% og hægja því að einhverju leyti (og eiginlega ofmikið) á honum. Ríkisstjórnin hefur líka gefið það út að fella eigi niður stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð (sem er gott) en það að tilkynna það einungis, hægir einnig á markaðnum. Ég veit um fullt af fólki sem að á í erfiðleikum núna út af þessu ástandi og getur ekki selt eignirnar sínar. Ekki vildi ég vera í þeim sporum núna að skulda greiðslu eða já vera að bíða eftir greiðslu!

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com