VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.5.08

Síðasti í kennslu

Síðasti kennsludagurinn minn er í dag. Kennslan hefur bara gengið ágætlega og nemendurnir hressir og á öllum aldri. Þau hafa staðið sig vel í þeim verkefnum sem að lögð hafa verið fyrir þau og taka svo próf á fimmtudaginn. Ég hef reynt að fara yfir verkefnin þeirra eins fljótt og mögulegt er. Herdís María er samt dugleg að trufla mig. Mér finnst nemendurnir það skemmtilegasta við að kenna og líka það leiðinlegasta. Þeir sem að hafa kennt vita hvað ég er að meina. Litla dís hefur verið eins og ljós í pössun og mikið hefur verið gott að komast aðeins út. Samt sakna ég hennar stundum alveg svakalega, fæ alveg sting í hjartað og alltaf er jafngott að sækja hana og fá mömmuknús.
Nú fer að styttast í Tenerife. Tæplega mánuðir. Ég er farin að telja niður.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com