VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.2.03

Sælt veri fólkið til sjávar og sveita..... fór á drepos mynd í gær... hún var þokkalega boring.... Gangs of NY... ! Já ég varð heldur betur fyrir vonbrigðum... hún var bæði löng og leiðinleg... full af ofbeldi og enginn almennilega sláandi söguþráður. Mér finnst allt í lagi að hafa ofbeldi ef að sagan er sterk. Daniel Day-Lewis var samt flottur sem "skúrkurinn" (fannst hann samt ekkert meiri skúrkur en hver annar í myndinn, allt saman sama siðlausa liðið) en allt hitt leikaraliðið fyllti einhverja meðalmennsku. Þetta er allaveganna mitt álit. Bíóferðin var samt ekki alslæm... kompaníið var mjög fínt :o) Sem sagt : 1. Lord of the rings, 2. Chicago, 3. Gangs of NY..... ef maður á að reita óskarskatagóríinn... og ég hef ekki séð The hours og The pianist.

Fór út að borða á mánudagskv. á Caruso. Þvílíkt æðislegt...... rosalega rómó, kertaljós og brill matur. Maður á að fara oftar út að borða og það sakar ekki ef að félagsskapurinn er svona góður!

Diljáin mín er veikur núna og ég ætla að hitta hana í kvell og hafa það næs með henni og Tin tin... pratta um sumarbústaðarferð og solleiðis....

Hvað með gæann sem að samdi júróvision-lagið??? Frétti af einhverju dúbíus athæfi hjá þeim manni .... eitthvað í Fréttablaðinu... verð að kíkka á þá frétt.
Sjálfstæðisflokkurinn að hlaða utan á sig ... og Framsókn??? Mér finnst svo fyndið að fylgi flokka skuli sveiflast svona til með fjölmiðlum... er fólk fífl??? Er það virkilega að taka afstöðu út frá því hver umfjöllunin er hverju sinni... maður verður að hugsa meira í langtímaprósessum... hvað hafa ríkisstjórnarflokkarnir gert vel og hvað illa??? Vega og meta.... geta hinir gert betur og svo framvegis... finnst ykkur ekki?? Sumir virðast bara fara eftir því hvað Halldór Ásgrímsson kemur oft í fréttum og hvort að Össur sagði brandara í Ísland í bítið... The power of media..... ;-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com