VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

20.2.03

Jebb... skuldabréfavísitölur og hlutabréfavísitölur.... ætla gefa ykkur smá innsýn inn í líf mitt akkúrat núna...:

Kauphallarvísitölur skiptast í tvo flokka, hlutabréfavísitölur og skuldabréfavísitölur. Hlutabréfavísitölur eru reiknaðar út á 30 mínútna fresti yfir viðskiptadaginn, í fyrsta skipti 30 mín. eftir opnun. Skuldabréfavísitölur eru reiknaðar út í lok dags.
Allar vísitölur voru settar á ný upphafsgildi þann 1. janúar 1998.

Það er velþekkt innan fjármálafræða að við greiningu á vaxtaþróun, vaxtatengdum afleiðum og verðmyndun á skuldabréfamarkaði er nægjanlegt að einskorða athuganir sínar við hin svokölluðu eingreiðslubréf og þá ávöxtun sem verð þeirra samsvarar. Ástæðan er einfaldlega sú að öll hugsanleg skuldabréf má byggja upp með réttu safni eingreiðslubréfa. Eins og gefur að skilja eru aðstæður á innlendum markaði mjög þægilegar fyrir greiningu af þessu tagi þar sem stærstur hluti markaðsskuldabréfa (spariskírteini, ríkisbréf og víxlar) eru eingreiðslubréf.
Hugmyndin að baki útreiknings vísitölu fyrir eingreiðsluskuldabréf á markaði er sú að fylgjast með þróun verðs og vaxta. Til þess að vísitölugildi séu sambærileg frá einum tíma til annars þarf að gæta þess að verið sé að mæla sama hlutinn á öllum tímum. Verð á venjulegu skuldabréfi breytist þegar líður á lánstímann eingöngu vegna þess að styttra er í gjalddaga. Þróun vísitölu sem mældi þessar verðbreytingar hefði takmarkað upplýsingagildi þar sem grunnur mælinganna er ósambærilegur frá einum tíma til annars.
Í ljósi þessa þykir heppilegt að reikna sérstakar vísitölur fyrir eingreiðsluskuldabréf, þ.e. spariskírteini og peningamarkaðsbréf, sem byggja á því að finna breytingu á ávöxtun eingreiðslubréfs með fastan líftíma.
Hvað varðar önnur skuldabréf, s.s. húsbréf, verður stuðst við sömu aðferð, þó þannig að fundinn verður meðallíftími húsbréfa og útreikningur vísitalna byggður á því.


Finnst ykkur þetta ekki spennandi.... nei málið er að við erum að senda út sjóðabækling og ég er orðin GEÐVEIK á því að reikna út ávöxtunartölur... raunávöxtun og nafnávöxtun....

Ég á pottþétt ekki eftir að fá neitt komment á þetta he he he

En horfðuð þið á ER í gær?????? Djöll grenjaði ég ENDALAUST.... þetta var svo sorglegt... sniff sniff. Ég ákvað bara að leyfa Gullfossi að flæða... var hvort sem er ein heima með popp, kók og kertaljós... að horfa á ameríska kelluþætti með fótmaska.... hágrenjandi með handklæði á hausnum!...
PS. Ég þurfti svo að nota það til að þurrka upp syndaflóðið... :o)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com