VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.2.03

MJ-kvöld í kvell.... og fyrir ykkur sem að ekki vitið þá er MJ=Michael Jackson..... Við vorum nefnó nokkur sem að sáum ekki þáttinn og það á að bæta það upp í kvöld yfir poppi og kóki ;o)

Fór í IKEA í gær... og stórverslaði....!!! Keypti mér stálhillu á HJÓLUM inn á baðherbergið.. og mar þurfti skrúfjárn og skiptilykil til þess að setja hana saman og ALLT og ég geggjað dugleg... fór að "föndra" og setti allt saman...þvílíkt stolt af mér... en viti menn!!!!!!?????? ÞAÐ VANTAÐI HJÓLIN! og þau voru það flottasta við blessaða hilluna eða hvað ég á að kalla þetta! Ég varð þvílíkt svekkt og þetta kostar aðra ferða á eftir í IKEA til að fá hjól og vesen.....
En bæðevei þá var strákur í röðinni í IKEA sem að spurði hvort að ég héldi að hann færi ekki vel í stofunni minni!! ha ha... mér fannst það fyndið og svo hjálpaði hann mér með pokana út í bíl......!!!! og bónus... hann var sjammi :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com