VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.2.03

.... ég ákvað í síðustu viku að leggjast í sjónvarpsgláp... fékk mér Stöð 2 og hef haft það náðugt fyrir framan imbann í nokkra daga... svona til að safna kröftum.... maður þarf stundum að leggjast undir feld... með sjónvarpið náttla.... og hlaða batteríin... ég hef því horft á ógrynni af sjónvarpsþáttum ... alla þessa gömlu á Skjá 1 og Ruv+ nokkra nýja á Stöð 2. Glápti á American Idol.. og hafði þokkalega gaman af :o)... um 70.000 manns fóru í áheyrnarpróf og reyndu að komast í 36 manna úrtak sem að fær að fara til Hollywood að láta drauma sína rætast og verða stórstjörnur!... Liðið var svona frekar skrautlegt og dómararnir tóku nokkra keppendur alveg í bakaríið eða á ég að segja í "#$%&/().... djöll var þetta fyndið... sumir voru svo falskir að maður fattaði ekki einu sinni hvaða lag þeir voru að reyna að syngja... ég fór nú alveg yfirum þegar Iglesias-look-alike kom og reyndi að syngja og vera sexy.. það tókst ekki aaaaaalveg, já synd að segja annað... dí.. gaurinn var alveg ferlegur.. og svo hélt hann að hann hefði komist áfram og var alveg "sjáumst í Hollywood" ýkt happy með þetta allt saman....
Það merkilega var hvað það voru fáir sem að höfðu virkilegt talent og flestir þeirra sem voru valdir voru Britney Spears eftirhermur eða já nokkrar gellur voru eins og Anastasia... allar í magabolum, brúnar með sítt hár... og hring í naflanum... þvílíkar steriotýpur...
Annars nenni ég ekki að glápa meira á sjónvarp í bili... tek mér pásu í bili... he he

Helgin var glimrandi fín... fór í partý til Dj-Eldhressar á laugardagskv. Var þar eins og síld í síldartunnu.. hef ALDREI verið í partýi þar sem að hefur verið svona stappað... efast um að það hefði einn enn komist í þetta brjálaða partý þar sem að DJ-arnir voru á kjafteríi út um allt og allsstaðar og lögin bara spiluðu sig sjálf... he he... nei þetta var brill.... Langar mig þó mest að vita hver áfengisþjófurinn var.... já það var lítill áfengisþjófur sem að læddist um svæðið og reglulega heyrðist kallað... bíddu bíddu ég átti nú einn bjór eftir hérna bak við tunnu eða ... bíddu bíddu það var nú aðeins meira í þessari flösku áðan....
þess vegna er best að vera með júník bjór eins og ég var með sem enginn annar er að drekka... handónýtt að vera með Carlsberg eins og hálft partýið!

Horfði á Bafta-verðlaunin í gær... er soldið farin að hlakka til að sjá allar þessar myndir... The hours og The pianist sem að vann sem besta myndin... Ætla á Gangs of NY í vikunni... klára síðasta frímiðann minn áður en hann rennur út! (sorry Eikibro)

Annars er farið að styttast í Amsterdam hjá minni... hvað ætti ég nú að kaupa mér???.... Kannski skó hí hí... reyndar slysaðist ég til að kaupa mér par um helgina úpps!... alveg bráðnauðsynlega og það er ekki lygi... :o)

Já konudagurinn í gær og ég fékk ekkert... :-( engin blóm og engar kveðjur... Eikibro kom reyndar með pizzu með kjulla bara helv. góða um miðjan dag í gær og við horfðum á Friends... (ég og imbinn.... byrjuð saman!) kannski var það svona konudagspizza??? Veit ekki ???
Sugarbabe fékk blóm í sjoppuna frá góðum vinum og mér fannst það rosalega sætt....
Gleðilegan konudag í gær, stelpur!!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com