Mamma á 5 systkini og elstu börn þeirra og þar með talin ég, hittumst í gær til að skipuleggja jólaboð með allri fjölskyldunni. Amma og afi eiga sem sagt 44 afkomendur og fer þeim fjölgandi með hverju árinu. Þetta er mjög samheldin fjöldkylda og það þekkjast allir mjög vel.. það er bara soldið erfitt að halda boð fyrir allt þetta lið. Raggi frændi býr í Barcelona, brilliant borg sem að allir ættu að heimsækja. Ég hef 2svar farið þangað og var alveg heilluð... get hugsað mér að búa þar.... í lítilli íbúð í Born.... hátt til lofts og hægt að ganga út að kaffihús hvenær sem er og sötra bjór...
Ég man eftir gaur sem að betlaði alltaf á sama stað.... frekar hress náungi sem að sagði mér raunasögu..... "Ég týndi peningaveskinu mínu og vantar 2 evrur til að komast út á flugvöll" gæinn var með fullt af farangri og allt virtist mjög trúverðugt. Ég, sukkerinn, gaf honum 2 evrur en sá hann náttla næsta dag segjandi sömu söguna.... ég frétti síðar að hann hefði fínt upp úr þessu... ætti barn og konu í London og sæi fyrir þeim á þennan hátt..... var víst eitthvað í dópi líka.... :-/
Ég fékk allaveganna smá fiðring í gær...... töluðum um Barcelona og Prag allt kvöldið... og ég hlakka svo til þegar að ég flyt út.... þ.e. þegar að ég læt verða af því ;o)
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home