VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.1.03

FÖSTUDAGUR
Djöll var ég þreytt í morgun... ætlaði aldrei að geta dröslast á lappir ;-)... en hér er ég mætt...
Helgin lítið plönuð... Sugerbabe ætlar að koma til mín í kvöld og kannski að einhver detti með henni inn..... :o) svo kíkir maður kannski eitthvað út á lífið með HG og Diljá og maður rekst kannski á Eika bro sem kann svo vel að fara með áfengi he he he.... að eigin sögn!!! Það verður forvitnilegt að fylgjast með Djúpu lauginni í kvell.... ætla að kaupa rauðvínsflösku og sötra yfir imbanum....
Laugardagurinn fer í heilsurækt og búðarráp.... ætla að fara í sund og kíkja í búðir.... og sunnudagurinn verður til sælu... nákvæmlega eins og þegar að ég fæddist he he he

Ég var soldið fúl með leikinn í gær... fannst við ekki vera sannfærandi á móti Portúgal.... við unnum þó... og það er það sem að telur... var samt eitthvað fúl yfir þessum leik og dómararnir.... þeir voru bara steiktastir...!!!!! dæmdu bara bull á báða bóga!!! Svo eru það Katar næst... ég sem að hélt að ég væri þokkalega vel að mér svona almennt... hef barasta aldrei heyrt á þetta land minnst! Katar eða Qatar... ??? Ég er að fara til Katar... segir maður það??

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com